Skip to content

Dómarapróf – Skráning

Skráning er hafin í dómarapróf KRAFT. Prófað verður skriflega úr keppnisreglum IPF og síðan fer fram verklegt próf í vigtun og dómgæslu. Skriflegi hluti prófsins verður seinni part föstudagsins 2. febrúar en verklegi hlutinn fer fram 3. febrúar á Æfingarmótinu í kraftlyftingum. Nánari tímasetning og prófstaður skriflega prófsins verður auglýstur síðar.

Skráningu skal senda á kraft@kraft.is með afriti á helgih@internet.is fyrir miðnætti 13.janúar. Í skráningu skal koma fram nafn próftaka, kennitala, félag og símanúmer. Prófgjald er 12.000 kr. og greiðist inn á reikning KRAFT 552-26-007004 kt. 700410-2180.