HM í klassískum kraftlyftingum er farið af stað í Helsingborg, Svíþjóð. Í dag stigu á pallinn tvær íslenskar konur, þær Sigþrúður Erla Arnardóttir og Sigríður Dagmar Agnarsdóttir.
Sigþrúður Erla Arnardóttir
Sigþrúður Erla keppir í +84kg flokki kvenna masters II (50-59 ára). Hún tók þriðja sætið í fyrra og það var ekki annað í stöðunni en að verja það núna. Hún lyfti 165kg í hnébeygju sem er jöfnun á hennar besta árangri. Í bekkpressunni gerði hún sér lítið fyrir og lyfti 95kg sem er evrópumet í masters II. Þá var bara að klára mótið og lyfti hún 180kg í réttstöðulyftunni. Þetta gaf henni 440kg í samanlögðu sem er nýtt evrópumet í samanlögðu og bronsverðlaun í samanlögðu.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir
Sigríður Dagmar keppir í -57kg flokki kvenna masters III (60-69 ára). Hún Dagmar lyfti í hnébeygjunni 85kg. Í bekkpressunni lyfti hún 42,5kg. Í réttstöðulyftunni lyfti hún svo 120kg sem gaf henni bronsverðlaunin í greininni. Þetta gaf henni 247,5kg í samanlögðu og var hún í 5. sæti í flokknum.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!
Miðvikudaginn 5.júni keppir Sæmundur Guðmundsson í -74 kg flokki M3 og sunnudaginn næstkomandi keppir svo Halldór Jens Vilhjálmsson í -105kg flokki unglinga. Hægt verður að fylgjast með á goodlift.