EM í klassískum kraftlyftingum hjá Masters flokkum var haldin í Albi, Frakklandi 9.mars sl.
Okkar kona Sigþrúður Erla Arnardóttir tók þátt fyrir hönd Íslands í Master 2 flokk og stóð sig gríðarlega vel.
Hún tók 167.5 kg í hnébeygju, 97.5 kg í bekkpressu, 182.5 kg í réttstöðulyftu,
alls 447.5 kg í samanlögðu.
Þessi árangur skilaði henni 2.sæti í hnébeygju og bekkpressu og 3.sæti í réttstöðulyftu.
Hún náði 2.sæti í samanlagðri þyngd.
Sigþrúður bætti sig um 2 kg í hnébeygju, 0.5 kg í bekkpressu, 2 kg í réttstöðulyftu og 4.5 kg í samanlagðri þyngd frá seinasta móti sem hún keppti í.
Henni tókst að slá sín eigin íslandsmet í master 2 flokk og er nú einnig methafinn í opnum flokk þar sem gamla metið var 445,5kg.
Við erum gríðarlega stolt af henni og hlökkum til að fylgjast en meira með henni í framtíðinni.