Skip to content

Signý og Hinrik hafa lokið keppni á EM unglinga.

Signý Lára Kristinsdóttir og Hinrik Veigar Hinriksson hafa lokið keppni á EM unglinga í klassískum kraftlyftingum en þau voru bæði að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti.

Signý keppti í -69 kg flokki unglinga 19-23 ára. Hún lyfti mest 140 kg í hnébeygju, 75 kg í bekkpressu og 142.5 kg í réttstöðulyftu en árangur hennar í bekkpressunni var persónuleg bæting um 2.5 kg. Samanlagt lyfti hún 357.5 kg og hafnaði í 15. sæti í sínum þyngdarflokk.

Hinrik sem keppir í -105 kg flokki og í sama aldursflokki, fór í gegnum mótið með seríuna 270 – 145 – 285 og bætti árangur sinn mikið í öllum greinum. Samanlagt lyfti hann 700 kg sem er persónuleg bæting um 30 kg og skilaði honum 18. sætinu í flokknum.

Til hamingju Signý og Hinrik með árangurinn og bætingarnar!