Um fátt er meira rætt innan íþróttahreyfingarinnar en um hvernig best er að tryggja öryggi og velferð allra sem þar starfa og iðka íþróttir, og um hvernig skal bregðast við ef misbrestur verður á því.
Samskiptaráðgjafi ÍSÍ fer þessa dagana um landið til að kynna sitt starf og ræða þessi mál við fulltrúa íþróttafélaga, þjálfara og aðra ábyrgðarmenn í hreyfingunni.
Við hvetjum félög mjög til að nýta sér þessa kynningu, hvort sem er á staðbundnum fundi eða gegnum streymi