Skip to content

Norðurlandamót unglinga

  • by

Norðurlandamót unglinga fer fram um helgina í Pornainen, Finlandi. Keppt verður bæði í bekkpressu og þríþraut, með og án búnaðar.
Í íslenska landsliðinu eru bæði reyndir keppendur og nýliðar og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Í klassískum kraftlyftingum keppa Kristrún Sveinsdóttir (-57 jr), Emil Grettir Grettisson (-120 subjr), Helgi Arnar Jónsson (-83 jr), Alexander Kárason (-93 jr), Eggert Gunnarsson (-105 jr) og Gabríel Ómar Hafsteinsson (-120 jr).
Í klassískri bekkpressu keppir Alexandrea Rán Guðnýjardóttir í -63 kg flokki jr.
Þeim til halds og trausts verða Auðunn, Lára, Hinrik og Aron Ingi.
Allar upplýsingar og link á streymi frá mótinu má finna á heimasíðu mótsins.

Við óskum þeim öllum góðs gengis.