Skip to content

Sæmundur með bronsverðlaun

  • by

Sæmundur Guðmundsson keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fer fram í Potchefstroom, Suður Afríku. Sæmundur keppir í -74kg flokki karla masters III (60-69 ára).

Sæmundur var í góðum anda greinilega. Lyfti 155kg í hnébeygjunni, 110kg í bekkpressunni og lokaði mótinu með 195kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum bronsið í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 460kg og kemur því heim með bronsið í samanlögðu líka.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Sæmundur í anda. Mynd úr safni KRAFT