Sæmundur Guðmundsson hefur lokið keppni á HM öldunga í klassískum kraftlyftingum þar sem hann átti frábæran keppnisdag og fékk allar sínar lyftur gildar. Sæmundur sem keppti í -83 kg flokki öldunga 70-79 ára lyfti seríunni 160 – 97.5 – 190 og hlaut gullverðlaun í öllum greinum ásamt því að bæta öll Íslandsmetin. Samanlagt lyfti hann 447.5 kg sem gaf honum gullverðlaun í flokknum.
Flosi Jónsson sló heldur ekki slöku við en hann keppti í -105 kg flokki þar sem hann vann til silfurverðlauna og setti um leið Íslandsmet í öllum greinum. Flosi var með seríuna 150 – 120 – 190 = 460 kg og fékk silfur fyrir allar greinar og eins fyrir samanlagðan árangur.
Til hamingju með frábæran árangur!