Skip to content

Ragnheiður með nýtt Íslandsmet í beygju á HM í klassík

  • by

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir hefur lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Hún keppti í nokkuð sterkum 57 kg fl. og hafnaði þar í 10. sæti í samanlögðum árangri.

Ragnheiður náði ekki alveg fram sínu besta vegna smávægilegra meiðsla við undirbúning. Það hrjáði henni þó ekki í hnébeygju þar sem hún lyfti 122,5 kg og bætti eigið Íslandsmet. Meiðslin hrjáðu henni í bekknum og þar náði hún aðeins einni lyftu með 77,5 kg gildri. Í réttstöðulyftu tókst henni mest að lyfta 152,5 kg í þriðju tilraun eftir að hafa klikkað á sömu þyngd í annarri tilraun. Samanlagt tók Ragnheiður 352,5 kg og hafnaði með þeim árangri í 10. sæti.

Næstar Íslendinga á pallinn eru þær Arnhildur Anna Árnadóttir og Birgit Rós Becker sem báðar keppa í 72 kg flokki. Þær hefja keppni kl. 11:00 á morgun.

Bein útsending