Skip to content

Matthildur með brons á HM í klassísk

  • by

Matthildur Óskarsdóttir átti frábæran dag í Minsk á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum. Hún náði bronsi í 72 kg flokki telpna (U18) á nýju Íslandsmeti telpna með 365 kg í samanlögðum árangri.

Matthildur fékk allar níu lyftur gildar. Jafnframt því að ná bronsi í samanlögðum árangri hreppti hún bronsið í öllum þremur greinum. Í hnébeygju setti Matthildur nýtt Íslandsmet telpna með 130 kg lyftu. Hún setti svo nýtt met í unglinga- og telpnaflokki (U23 og U18) með því að taka 87,5 kg. Í réttstöðulyftu fór hún upp með 147,5 kg, sem er einnig nýtt Íslandsmet unglinga- og telpna. Samanlagður árangur hennar með 365 kg tryggði bronsið og nýtt Íslandsmet í unglinga- og telpnaflokki!

 

Næstar Íslendinga á keppnispallinn eru keppendur okkar í opnum aldursflokki. Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir keppir í 57 kg flokki kl. 9:00 nk. fimmtudag. Í 72 kg flokki keppa svo þær Arnhildur Anna Árnadóttir og Birgit Rós Becker kl. 9:00 á föstudag.

Bein útsending