Máni Freyr Helgason hefur lokið keppni á heimsmeistaramóti unglinga í klassískum kraftlyftingum þar sem hann átti ágætis keppnisdag og kláraði mótið af miklu öryggi. Máni sem keppti í -83 kg flokki (junior) opnaði á 217.5 kg í hnébeygju og lyfti svo 232.5 kg í annarri tilraun sem var gild lyfta. Hann reyndi svo við Íslandsmet unglinga í þriðju tilraun og náði að lyfta 242.5 kg en því miður var lyftan var dæmd ógild vegna dýptar. Í bekkpressu bætti Máni sinn besta árangur um 2.5 kg þegar hann lyfti 167.5 kg og í réttstöðulyftu fór hann upp með 280 kg og var mjög nærri því að klára 292.5 kg í síðustu lyftunni sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Samanlagt lyfti hann 680 kg sem skilaði honum 21. sæti í fjölmennum þyngdarflokki. Flottur árangur hjá Mána sem á án efa eftir að bæta árangur sinn og raða niður Íslandsmetum í framtíðinni.
Til hamingju með árangurinn!