Skip to content

Lyftingaveisla í höllinni 30.janúar

  • by

forsida_logoLyftingasamband Íslands og KRAFT standa saman að þátttöku sinni í Reykjavík International Games (RIG 2016) nk laugardag.
Báðar hafa þessar greinar verið í miklum vexti síðustu fimm ár og iðkenndafjöldinn aukist gríðarlega. Nú eru yfir 2000 skráðir iðkendur í báðum greinum samtals.

Kl 10.00
Dagurinn hefst á ólympískum lyftingum þar sem keppt er í snörun og jafnhendingu. Tíu karlar og tíu konur munu keppa en fimm íslenskar konur voru meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fór í lok nóvember sl.
Kl 14:00
hefst keppni í klassískum kraftlyftingum  og aftur eru það tíu konur og tíu karlar sem keppa um stigaverðlaun.

Auk okkar besta fólk taka heimsklassa keppendur þátt í báðum greinum. Í kraftlyftingum koma m.a. Kimberly Walford og Bonica Lough sem báðar eru ríkjandi heimsmeistarar (72 og +84 kg) og heimsmethafar. Frá Finnlandi kemur m.a.Timo Hokkanen en Timo er heimsmethafi á bekknum, Breski meistarinn Stephen Manuel verður líka með.
Kraftlyftingamótið er á mótaskrá  IPF og er því tækifæri til að setja alþjóðamet. Ekki ólíklegt að við fáum að sjá tilraunir til þess.
Forseti IPF Gaston Parage kemur til landsins í tengslum við mótið.

Þetta er sjaldséð tækifæri fyrir áhugamenn um íþróttir og lyftingar til að sjá bestu menn og konur taka á því.
Aðgangseyrir 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri.