Skip to content

Laufey með ný íslandsmet

Laufey Agnarsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Laufey keppir í -84kg flokki masters I. Laufey gekk vel í dag og kláraði á sínum besta árangri til þessa. Í hnébeygjunni lyfti hún 137,5kg sem er jöfnun á hennar besta. Í bekkpressunni lyfti hún 95kg sem er nýtt íslandsmet í hennar flokki. Í réttstöðulyftunni lyfti hún svo 160kg sem er einnig nýtt íslandsmet. Þetta gaf henni 392,5kg í samanlögðu sem er einnig nýtt íslandsmet. 3 íslandsmet í heildina. Hún lauk keppni í 5 sæti og var með 8 lyftur gildar af 9. Flottur árangur hjá Laufey.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Mynd úr safni Kraft. Rósa Birgisdóttir t.v. og Laufey Agnarsdóttir t.h.

Við hvetjum svo lesendur að fylgjast áfram með. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir mun keppa á mánudaginn næstkomandi en hún keppir í -63kg stúlknaflokki. Hún hefur keppni klukkan 14 á íslenskum tíma.  Óskar Kraftlyftingasambandið henni góðs gengis og minnir á að hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér og mun hún keppa á palli 2.