Skip to content

Sigþrúður með bronsverðlaun

Sigþrúður Erla Arnarsdóttir keppti í gær á HM í klassískum kraftlyftingum sem er haldið í Calgary, Kanada. Hún keppti í +84kg flokki kvenna masters 2. Í hnébeygjunni lyfti 165kg í þriðju lyftu sem er evrópumet í hennar flokki og bronsverðlaun í greininni. Í bekkpressunni þá lyfti hún 92,5kg sem er einnig evrópumet í masters 2 og líka bronsverðlaun. Svo lauk hún þriðju réttstöðulyftunni á því að lyfta 177,5 sem gaf henni þriðju bronsverðlaunin. Þetta gaf henni 435kg í samanlögðu sem er nýtt evrópumet og fjórða bronspeninginn. Sigþrúður var með níu gildar lyftur af níu lyftum og þriðja sætið í heildina sem er stórglæsilegur árangur. Hún setti því þrjú evrópumet og fékk bronsverðlaun í öllum greinum og samanlögðu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn og bronsið!

Sigþrúður upp á verðlaunapalli, að sjálfsögðu með íslenska fánann.

 

Á laugardaginn mun svo Laufey Agnarsdóttir keppa í -84kg flokki master I. Hún mun hefja keppni klukkan 15:00 á íslenskum tíma og verður hægt að horfa á það í beinni útsendingu hér!