Skip to content

Laufey í fimmta og Rósa í fjórða á HM í klassík

Rósa Birgisdóttir t.v. og Laufey Agnarsdóttir t.h.

Laufey Agnarsdóttir og Rósa Birgisdóttir stóðu sig vel í dag á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Minsk, Hvíta-Rússlandi. Laufey hafnaði í fimmta sæti í 84 kg flokki öldunga 1 og Rósa í fjórða í +84 kg flokki öldunga 1.

Laufey keppti í 84 kg flokki öldunga 1 (M1). Í hnébeygju jafnaði hún sinn besta árangur með 135 kg. Í bekkpressu tók hún silfrið á nýju Íslandsmeti í M1 með 92,5 kg. Í réttstöðulyftu bætti Laufey einnig metið í M1 þegar hún lyfti 157,5 kg. Samanlagt lyfti hún því 385 kg, sem er 4 kg bæting á hennar eigin Íslandsmeti í M1. Sá árangur tryggði henni fimmta sætið í flokknum.

Rósa keppti í +84 kg flokki M1. Í hnébeygju tókst Rósu að bæta eigið Íslandsmet í M1 þegar hún lyfti 167,5 kg. Í bekkpressu náði hún 97,5 kg, sem er nýtt Íslandsmet í opnum aldursflokki. Hún náði svo bronsinu í réttstöðunni með 180 kg lyftu. Hún missti naumlega af bronsi í samanlögðum árangri og hafnaði í fjórða sæti með 445 kg.

Nú hafa öldungarnir okkar lokið keppni og næst er komið að unglingunum. Ragna Kr. Guðbrandsdóttir keppir í 63 kg flokki sub-junior á mánudaginn kl. 7:00 og Matthildur Óskarsdóttir keppir í 72 kg flokki sub-junior á þriðjudaginn kl. 7:00. Bein útsending er á Goodlift