Skip to content

Kraftlyftingamaður valinn Íþróttakarl Reykjavíkur

  • by

12365992_1256014564424189_4288011770536567391_oReykvíkingar völdu í dag íþróttafólk ársins 2015 og í fyrsta sinn varð kraftlyftingamaður fyrir valinu.
Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni, var valinn íþróttakarl ársins 2015 og tók við viðurkenningu úr hendi borgarstjóra við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í dag.
Við óskum Júlíani innilega til hamingju og fögnum að kraftlyftingamenn vinna afrek sem verðskuldi slíkan heiður.
Á undanförnum árum hafa Seltirningar og Kópavogsbúar líka heiðrað kraftlyftingamenn með þessum hætti.