Skip to content

Fanney tilnefnd sem íþróttamaður ársins

  • by

Íþróttamaður ársins 2013 - Gullhömrum ReykjavíkÍ morgun var gert opinbert hverjir koma til greina í kjöri íþróttamanns ársins 2015. Í fyrsta sinn er kynjaskipting jöfn og á listanum er kraftlyftingamaður ársins í kvennaflokki Fanney Hauksdóttir, Grótta. Kjörinu verður lýst 30.desember nk.

Þetta er í þriðja sinn í stuttri sögu Kraftlyftingasambands Íslands að afreksmaður í kraftlyftingum komist á lista yfir tíu helstu afreksmenn þjóðarinnar. Það er afar ánægjulegt og hvetjandi fyrir alla sem bera hag þessarar íþróttagreinar fyrir brjósti.

Við óskum Fanneyju innilega til hamingju með þessa eftirsóttu tilnefningu og krossum fingur ..