Skip to content

Kolbrún Katla í þriðja sæti á EM unglinga.

Kolbrún Katla Jónsdóttir var að ljúka keppni á EM unglinga í klassískum kraftlyftingum þar sem hún náði frábærum árangri og vann til bronsverðlauna. Kolbrún keppti í +84 kg flokki og háði harða baráttu í hnébeygjunni þar sem keppnin var hnífjöfn á milli þriggja kvenna. Þar opnaði hún létt á 185 kg en fékk aðra lyftuna sína, 195 kg, dæmda ógilda. Kolbrún lét það ekki á sig fá og lagði allt undir í þriðju lyftunni. Hækkaði hún þyngdina í 205 kg sem hún kláraði og tryggði sér þar með silfurverðlaun í greininni eftir að Sölmu Mmadi frá Frakklandi mistókst við að lyfta 207.5 kg. Í bekkpressu náði Kolbrún svo bronsverðlaunum með 77.5 kg lyftu en réttstaðan reyndist henni hins vegar erfið þar sem hún sat uppi með byrjunarþyngdina 175 kg. Samanlagt lyfti hún því 457.5 kg og náði þriðja sætinu í flokknum. Við óskum Kolbrúnu til hamingju með verðlaunin og persónulega bætingu í hnébeygju!