Skip to content

Júlían með nýtt heimsmet

  • by

HM í kraftlyftingum lauk í dag og sýndi og sannaði Júlían JK Jóhannsson að hann sé í röð fremstu kraftlyftingmanna á heimsvísu.

Júlían tók í maí síðastliðnum óopinbert heimsmet í réttstöðulyftu og hefði komið á óvart ef hann hefði ekki reynt að gera það opinbert í dag. Júlían var greinilega í góðum anda í dag og lyfti hann 410kg í hnébeygjunni. Sem er hans besta hnébeygja á ferlinum. Í bekkpressunni lyfti hann 300kg. Svo kom að réttstöðulyftunni og opnaði hann í 360kg sem reyndist mjög auðveld. Þá var farið í 398kg var 0,5kg yfir heimsmeti Brad Gillingham sem hafði staðið síðan 2011. Júlían fór létt með 398kg lyftuna og þá bað hann um 405kg a stöngina. Hún fór upp og því tvíbætti hann heimsmetið. Hann fékk því gullið í réttstöðulyftu.

Þetta gaf honum 1115kg í samanlögðu sem er 35kg bæting á íslandsmetinu hans.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju árangurinn!

Hér má sjá myndbandið af 405kg lyftu Júlíans.