Skip to content

Íslandsmeistarmót í kraftlyftingum 2012

  • by

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur  laugardaginn 24.mars og hefst keppnin klukkan 11.00. Mótshaldari er UMF Massi. Aðgangur ókeypis.

47 keppendur eru skráðir til leiks, en keppt er í opnum flokki og í aldurstengdum flokkum unglinga og öldunga.
NÖFN KEPPENDA

Fjölmenni er í mörgum flokkum, t.d. í -93,0 kg flokki karla þar sem keppendur eru 11 að þessu sinni.
Búist er við miklar bætingar hjá mörgum keppendum, ekki síst í drengja- og unglingaflokkum og verður spennandi að sjá hvaða íslandsmet falla.
Í stigakeppni félaga hafa Gróttumenn nauma forystu eftir bekkpressumótið og hafa konurnar verið sérlega drjúgar að safna stigum fyrir þá. Breiðablik sendir að þessu sinni 17 keppendur í tilraun til að stöðva þessa sigurgöngu, og heimamenn mæta með 10 keppendur og ætla að selja sig dýrt. Þar að auki eiga Ármenningar, Akurnesingar, Selfyssingar, Garðbæingar og Akureyringar góða möguleika á að eignast íslandsmeistara á morgunn.

Í kraftlyftingum eins og í öðrum íþróttagreinum er hvatning áhorfenda og stuðningsmanna míkilvæg og hvetjum við alla áhugamenn um sportið að mæta í höllina og láta í sér heyra.

 

Tags:

Leave a Reply