Íslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu fór fram í dag í húsakynnum Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Keppt var í öllum aldursflokkum. Mótið var fjölmennt og vel sótt af áhorfendum sem voru duglegir að hvetja keppendur. Fjöldi Íslandsmeta féllu í öllum aldursflokkum.
NÁNARI ÚRSLIT
Hlekkur á streymi frá keppninni með tímastimplum
Stigahæstu einstaklingar urðu þessir:
Konur opinn flokkur: Elín Melgar Aðalheiðardóttir, BRE
Karlar opinn flokkur: Alexander Örn Kárason, BRE
Konur unglingaflokkur: Eva Dís Valdimarsdóttir, ÁRM
Karlar unglingaflokkur: Benony Helgi Benonysson, BRE
Telpnaflokkur (sub-junior kvk): Guðrún Ásgeirsdóttir, MOS
Drengjaflokkur (sub-junior kk): Ragnar Ingi Ragnarsson, ÁRM
Konur öldungaflokkur 1 (master 1): Rebekka Silvía Ragnarsdóttir, KFR
Karlar öldungaflokkur 1 (master 1): Vadim Gusev, KA
Konur öldungaflokkur 2 (master 2): Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, KFR
Karlar öldungaflokkur 2 (master 2): Dagur Gunnarsson, KFR
