Íslandsmeistarmót fatlaðra í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu fór fram laugardaginn 20. apríl en mótshaldari var Kraftlyftingasamband Íslands í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og Lyftingadeild Ármanns. Mótið fór fram í æfingaaðstöðu Lyftingadeildar Ármanns í Laugardalslauginni og var þetta fjölmennasta Íslandsmótið hingað til.
Fjölmargir keppendur mættu til að taka á stálinu og er óhætt að segja að stemningin hafi verið virkilega góð. Fjórir keppendur mættu til leiks í bekkpressu og 18 kepptu á þrílyftumóti eða í öllum greinum.
Úrslit
KLASSÍSKAR KRAFTLYFTINGAR
KLASSÍSK BEKKPRESSA
Helstu úrslit:
Bekkpressa karla H
1.sæti Valdimar Númi Hjaltason, ÍF
2.sæti Johnny Sörensen, ÍF
Bekkpressa kvenna H
1.sæti Rut Þorsteinsdóttir, ÍF
Bekkpressa kvenna C
1.sæti Íris Guðmundsdóttir, Fjörður
Klassískar kraftlyftingar
Karlar B
1.sæti Guðfinnur Karlsson, Fjörður
Karlar C
1.sæti Emil Steinar Björnsson, Fjörður
2.sæti Gunnar Örn Erlingsson, ÍF
3.sæti Jón Ingi Guðfinnsson, Suðri
Karlar H
1.sæti Sigurjón Ægir Ólafsson, Suðri
Konur C
1.sæti María Sigurjónsdóttir
2.sæti Karen Guðmundsdóttir
3.sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Við óskum öllum keppendum til hamingju með flott mót og Íþróttasamband fatlaðra og Lyftingadeild Ármanns fá bestu þakkir fyrir samstarfið. Þá fær starfsfólk Laugardalslaugar sérstakar þakkir fyrir liðsinni og góða aðstoð í tengslum við mótið.