Skip to content

Íslandsmeistaramót fatlaðra í kraftlyftingum.

Íslandsmeistaramót fatlaðra í kraftlyftingum fer fram laugardaginn 20. apríl. Mótshaldari er Kraftlyftingasamband Íslands í samvinnu við Kraftlyftingadeild Ármanns. Mótið fer fram í æfingaaðstöðu Kraftlyftingadeildar Ármanns í húsnæði Laugardalslaugarinnar, Sundlaugarvegi 30 (Gamli inngangurinn við hlið pylsuvagnsins). Vigtun er kl 9.00 og keppni hefst kl. 11.00.