Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina og var þátttaka einstaklega góð en 93 keppendur luku keppni sem er nýtt þátttökumet á kraftlyftingamóti. Fjölmörg Íslandsmet féllu, bæði í kvenna- og karlaflokki og hinum ýmsu aldursflokkum.
NÁNARI ÚRSLIT
Stigahæstu einstaklingar urðu þessir:
Konur Junior: Kolbrún Katla Jónsdóttir, Breiðablik.
Konur Sub-junior: Haniem Khalid, Lyftingafélagi Kópavogs.
Konur Master 1: Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur.
Konur Master 2: Guðný Ásta Snorradóttir, Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur.
Konur Master 3: Elsa Pálsdóttir, Massa.
Konur Master 4: Dagmar Agnarsdóttir, Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur.
Karlar Junior: Máni Freyr Helgason, Breiðablik.
Karlar Sub-junior: Ragnar Ingi Ragnarsson, Ármanni.
Karlar Master 1: Benedikt Björnsson, Massa.
Karlar Master 2: Jóhann Tómas Sigurðsson, Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur.
Karlar Master 3: Hörður Birkisson, Massa.
Karlar Master 4: Jóhann Frímann Traustason, Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur.