Skip to content

Nýr alþjóðadómari útskrifast.

Nýr alþjóðadómari hefur bæst við í hópinn hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Kristleifur Andrésson þreytti prófið á Evrópumóti öldunga sem fór fram í byrjun þessa mánaðar. Kristleifur hefur látið til sín taka víðar en úr dómarasætinu en hann er meðstjórnandi í stjórn KRAFT og hefur einnig fylgt keppendum á alþjóðamót sem þjálfari. Við óskum honum til hamingju með nýju réttindin.