Skip to content

HM hófst í dag

Merki HM 2016Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum er að þessu sinni haldið í Orlando, Florida í Bandaríkunum. Mótið hófst í dag með keppni í léttustu flokkum kvenna og karla og lýkur nk. laugardag, 19. nóvember, með keppni í yfirþungavigt karla.

Meðal keppenda eru þrír Íslendingar; Helga Guðmundsdóttir (72 kg fl.), Viktor Samúelsson (120 kg fl.) og Júlían J.K. Jóhannsson (+120 kg fl.)

Helga er í 72 kg flokki og keppir á fimmtudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma (12:00 að staðartíma), Viktor er í 120 kg flokki og keppir kl. 22:00 að íslenskum tíma á föstudaginn og að lokum keppir Júlían í +120 kg flokki kl. 17:30 á laugardaginn.

Bein útsending
Keppendalistar: Konur, Karlar