Skip to content

Heimsmeistaramótið er hafið

  • by

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum hófst á mánudaginn og er það haldið þetta árið í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ísland sendir að þessu sinni fjóra keppendur á heimsmeistaramótið.

Hulda B. Waage

Hulda B. Waage keppir núna í fyrsta sinn á HM. Hún er þaulreyndur keppandi og er hún með nokkur evrópumeistaramót undir beltinu. Það verður gaman að sjá hvernig mun ganga. Hulda hefur keppni í -84kg flokki klukkan 06:00 á föstudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR

Viktor Samúelsson

Viktor Samúelsson tekur þátt á HM í fjórða sinn á HM og keppir hann í -120kg flokki. Viktor hefur einnig undir beltinu nokkur ervrópumeistaramót og heimsmeistaramót unglinga. Mikil reynsla mun vafalaust skila sér á keppnispallinn og mun hann hefja keppni kl. 13:00 á föstudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR

Sóley Margrét Jónsdóttir

Sóley er að mæta á sitt annað heimsmeistaramót í opnum flokki sem er ótrúlegur árangur miðað við hún er í enn stúlknaflokki. Sóley er núverandi heimsmeistari stúlkna í +84kg flokki og evrópumeistari einnig. Sóley er því til alls líkleg. Hægt verður að fylgjast með henni í beinni kl. 7:00 á laugardaginn HÉR

Júlían JK Jóhannsson

Júlían er að mæta á HM í fjórða sinn og mun hann keppa í +120kg flokki. Júlían er núverandi heimsmethafi í réttstöðulyftunni og hefur hann tekið gullið í greininni oftar en einu sinni. Hann er í góðum anda og verður spennandi að sjá hann keppa. Hann mun stíga á keppnispallinn klukkan 09:00 á laugardaginn og verður hægt að fylgjast með HÉR

Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum keppendum góðs gengis á HM og vonar auðvitað að medalíur muni berast heim með keppendum!

ATH: Breyting var gerð á keppnisáætlun og mun Hulda því keppa kl. 6:00 ekki 7 eins og var áætlað.