Skip to content

Grótta stofnar kraftlyftingadeild

Aðalstjórn íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi samþykkti á fundi sínum 8.ágúst sl að hefja undirbúning að stofnun kraftlyftingadeildar. Það starf er í fullum gangi og verður tillaga um stofnun deildarinnar lögð fyrir aðalfund félagsins til formlegrar samþykktar í vor.

Félagið hefur þegar hafið skráningu kraftlyftingaiðkenda í Felix og óskað eftir því við KRAFT að þeir fái að keppa í nafni Gróttu. Kraftlyftingasambandið hefur samþykkt þessa beiðni og geta menn því átt von á að mæta Gróttukonum og -mönnum á næstu mótum.

Tags:

Leave a Reply