Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Kraftlyftingadeild Breiðabliks halda fræðsluráðstefnu um lyfjaeftirlitsmál – á morgun laugardaginn 16. apríl nk kl. 16.30-19.00.
Ráðstefnan er haldin í Veitingasalnum á 2. hæð í Aðalíþróttahúsnæði Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi,.
Ráðstefnan er opin öllum löglegum félögum Kraftlyftingadeildar og félagsmönnum aðildarfélaga Kraftlyftingasambands Íslands sem og félagsmönnum annarra deilda Breiðabliks, eins og húsrými leyfir.
DAGSKRÁ:
I. Setning FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál
II. Fræðsluerindi hr. Örvars Ólafssonar, verkefnisstjóra Lyfjaeftirltis ÍSÍ.
III. Fræðsluerindi hr. Skúla Skúlasonar, formanns Lyfjaráðs ÍSÍ
IV. Fyrirspurnir áheyrenda og svör þeirra er fræðsluerindi flytja: Umræður um ályktanir
V. Samantekt FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál: Niðurstöður og ályktanir
VI. Ráðstefnuslit
Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar.
KRAFT fagnar þessu framtaki Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og hvetur félagsmenn sína til að sækja ráðstefnuna og vera vel upplýst um þessi mikilvægu mál.