Fanney Hauksdóttir hefur lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu. Fanney vann til silfurverðlauna, og setti auk þess Norðurlandamet, í -63 kg fl. í opnum aldursflokki.
Fanney átti góða innkomu á HM í bekkpressu í opnum aldursflokki og var yngsti keppandinn í -63 kg flokki. Í fyrstu lyftu tók hún út 5 kg bætingu á eigin Íslandsmeti með 152,5 kg, en sú þyngd er einnig Norðurlandmet. Með þeirri lyftu var hún orðin örugg með að komast á verðlaunapall. Hún reyndi svo tvívegis við 155 kg, en náði því miður ekki að klára lyfturnar. Fanney hafnaði í 2. sæti á eftir hinni reynslumiklu Gundula Fiona Summer-von Bachhaus (Þýskalandi) sem endaði mótið á heimsmeti með 184 kg lyftu.
Fanneyju er óskað til hamingju með stórkostlegan árangur!