Framundan er Evrópumót drengja/stúlkna og unglinga í kraftlyftingum. Mótið fer fram i Northumberland í Bretlandi og hefst 7.júni nk. 156 keppendur frá 21 evrópulöndum mæta til leiks.
Kraftlyftingasamband Íslands sendir þrjá keppendur á mótið. Það eru þeir Viktor Samúelsson (KFA) sem keppir í -105,0 kg flokki drengja, Júlían Jóhannsson (Ármann) sem keppir í +120,0 flokki drengja og Einar Örn Guðnason(Akranes) sem keppir í -93,0 kg flokki unglinga. Liðsstjóri er Auðunn Jónsson. Helgi Hauksson, alþjóðadómari, verður þeim til halds og trausts og mun dæma á mótinu.
Viktor og Júlían keppa miðvikudaginn 8. júni en Einar keppir föstudaginn 10.júni og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á netinu.