Skip to content

Unglingamót í Noregi

  • by

Kraftlyftingasamband Noregs hefur boðið fjórum íslenskum og fjórum breskum keppendum á opna unglingamót sitt 18.júni og er hugmyndin að þetta verði upphafið að samstarfi milli Kraftlyftingasambands Íslands og Noregs og félags í Bretlandi um mótahald á unglingastigi. Norðmenn og Bretar hafa í nokkur ár boðið hvort öðru til keppnis árlega og nú er Íslendingum í fyrsta sinn boðið að vera með. Í ár fer mótið fram í Noregi, á næsta ári í Bretlandi og svo er stefnan að bjóða til Íslands 2013. Í ár verða Bretarnir að vísu ekki með, þar sem félagið heldur Evrópumót unglinga um svipað leyti.

Frá Íslandi fara fjórir drengir úr UMFN – Massa, þeir Ellert Björn, Davíð, Daði Már og Steinar Freyr. Þjálfari þeirra, Sturla Ólafsson, verður með í för ásamt Gunnlaug Olsen og Gry Ek. Mótið fer fram í Brummunddal, í umsjón kraftlyftingafélags staðarins.
Þjálfari norska unglingalandsliðsins mun halda sérstaka tækniæfingu og fræðslufund með strákunum og hver veit nema einhverjir úr unglingalandsliðinu mæti og deili af sinni reynslu.
Keppendalisti: http://resultater.styrkeloft.no/pameldingsliste.php?id=4

Tags:

Leave a Reply