Skip to content

EM í bekkpressu – Fjórir Evrópumeistarar

  • by

Merki EM í bekk 2016 Íslendingar byrjuðu vel fyrsta daginn á EM í bekkpressu en í dag var keppt í unglingaflokkum karla. Ísland eignaðist fjóra Evrópumeista unglinga en þeir voru Aron Ingi Gautason í 66 kg flokki, Anton Karl Löve 93 kg flokki, Viktor Samúelsson -120 kg flokki og Viktor Ben Gestsson í +120. Þá hlutu Dagfinnur Ari Normann og Guðfinnur Snær Magnússon silfur í sínum þyngdarflokkum en lyfta Dagfinns 217,5 kg, var íslandsmet í opnum flokki. Viktor Samúlesson varð stigahæstur unglinga og nafni hans Viktor Ben Gestsson varð þriðji á stigum. Á morgun kl. 13 heldur svo bekkpressuveislan áfram en þá keppa allar konur, bæði i unglinga- og opnum flokki, ásamt körlum í opnum flokki frá 59 kg til og með 105 kg.
Nánari úrslit
Bein útsending