Skip to content

EM í bekkpressu

  • by

Merki EM í bekk 2016Dagana 18. – 20. ágúst leggja margir af sterkustu bekkpressurum Evrópu leið sína til Íslands. En þá stendur yfir stærsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi, Evrópumeistaramótið í bekkpressu. Mótið er haldið í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og keppt verður bæði í opnum flokki og unglingaflokki (U23).

Mótið hefst kl. 16:00 þann 18. ágúst með keppni í unglingaflokki karla. Að henni lokinni, kl. 18:00, fer fram setningarathöfn mótsins. Frekari upplýsingar eru að finna á tímaplani mótsins.

Meðal keppenda eru eru 13 íslenskir keppendur. Í unglingaflokki kvenna keppir Kara Gautadóttir í 57 kg flokki. Í opnu flokki kvenna keppa þær Fanney Hauksdóttir (63 kg), Helga Guðmundsdóttir (72 kg), Hulda Waage (84 kg) og Árdís Ósk Steinarsdóttir (+84 kg). Í unglingaflokki karla keppa þeir Aron Ingi Gautason (66 kg), Dagfinnur Ari Normann (74 kg), Anton Karl Löve (83 kg), Viktor Samúelsson (120 kg), Viktor Ben Gestsson (+120 kg) og Guðfinnur Snær Magnússon (+120 kg). Tveir Íslendingar keppa í opnum flokki karla, þeir Jón Einarsson (74 kg) og Einar Örn Guðnason (105 kg).

Tímaplan
Facebook síða mótsins
Keppendur: Karlar og konur
Upplýsingar á vef EPF
Beint útsending