Einar Örn Guðnason sem keppti í -120 kg flokki byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hann lyfti 362.5 kg og bætti sinn besta árangur í greininni um 2.5 kg. Í bekkpressu lyfti hann mest 252.5 kg og í réttstöðulyftu kláraði hann 280 kg sem er rétt við hans besta. Samanlagt lyfti hann 895 kg og náði að vera á meðal tíu efstu með því að tryggja sér 9. sætið í flokknum.
Egill Hrafn Benediktsson keppti einnig í -120 kg flokki og bætti sig um heil 10 kg í hnébeygju þegar hann lyfti 315 kg. Í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með 220 kg lyftu og í réttstöðu bætti hann sig líka um 10 kg þegar hann fór upp með 240 kg. Samanlagt lyfti hann 775 kg sem skilaði honum 14. sætinu.
Til hamingju með árangurinn!