Áttu eftir að skrá þig? Hafðu samband sem fyrst.
Byrjendamót í kraftlyftingum verður haldið laugardaginn 28.maí nk. Mótið er haldið í tengslum við dómarapróf Kraftlyftingasambandsins og klára prófkandidatar verklega þáttinn með því að dæma á mótinu.
Mótið er ekki á mótaskrá og ekki er keppt til verðlauna, en þetta er frábært tækifæri fyrir byrjendur til að afla sér reynslu og klára þriggja greina mót. Þetta er líka tækifæri fyrir reyndari menn og konur að fínpússa stílinn án þess að hafa áhyggjur af samkeppninni.
Þeir sem vilja vera með geta skráð sig beint á kraft@kraft.is fyrir 14. maí
Gefa þarf upp nafn, kennitölu, þyngdarflokk og félag keppandans og aðstoðarmanns. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að viðkomandi er félagsbundinn í félagi innan Kraft.
Keppnisstaður og tímasetning verður birtur síðar.
Staðsetning ?