Skip to content

Brons í réttstöðu

  • by

Auðunn Jónsson gerði góða ferð á Evrópumótið í kraftlyftingum í Tékklandi sem lauk fyrir stundu.
Í beygju opnaði hann á 380,0 kg og kláraði svo 405,0 kg í annari tilraun. Ánægjuleg bæting sem dugði í fjórða sætið, en í þríðju tilraun lét hann tímann renna út á 412,5 kg.

Á bekknum opnaði hann á 265,0, tók svo 275,0 og endaði á 280,0 létt eins og um upphitunarlyftu væri að ræða.

Réttstaðan þróaðist út í hrikalegt taugastríð þar sem Auðunn ætlaði sér stóra hluti frá upphafi, gull eða ekkert.  Hann opnaði á 340,0 og tók svo 352,0 örugglega. Hann meldaði 365,0 í þriðju lyftu, en þegar Dean Bowring hafði klárað þeirri þyngd ákvað Auðunn að leggja allt undir og bað um 367,5. Það hefði þýtt gull í réttstöðu og brons samanlagt. Það reyndist of þungt. 352,5 dugði samt til bronsverðlauna.

Samtalst lyfti Auðunn 1037,5 kg sem er frábær árangur og dugði honum í 6.sætið í flokknum.  Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn, verðlaunin og fjögur ný íslandsmet.

Sigurvegarinn í flokknum var Volodymyr Svistunov frá Úkraínu sem lyfti 1100,0 kg.

Upptökur af mótinu má finna hér.

Tags:

Leave a Reply