Skip to content

Byrjendamót – tímasetningar

  • by

Byrjendamótið 11.febrúar er haldið í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ.
Konur: vigtun kl. 9.00, keppni kl 11.00.
Karlar: vigtun kl. 12.00, keppni kl. 14.00

Margir þátttakendur eru skráðir og má búast við löngum degi. Við bendum þess vegna keppendum á að vera undir það búnir og nesta sig vel.

Skriflega dómaraprófið fer fram á sama stað föstudagskvöldið 10.febrúar nk 18.00 – 19.00.
Öllum spurningum varðandi prófið skal beina til Helga Haukssonar, helgih@internet.is