Skip to content

ÍM – skráning hafin

  • by

Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki og í kraftlyftingum með búnaði í öllum aldursflokkum fara fram helgina 4 -5 mars nk. í Garðabæ. Endanleg dag- og tímasetning verður ákveðin þegar skráning og keppendafjöldi liggur fyrir. Skráning er hafin.
Félög skulu senda allar upplýsingar um keppendur, nafn, kennitala, félag, þyngdarflokk og aldursflokk þar sem það á við. Skýrt skal taka fram hvort viðkomandi ætlar að keppa með eða án búnaðar. Nauðsynlegt er að skrá alla aðstoðarmenn lika og nafn, netfang og simanúmer ábyrgðarmanns skráningar skal fylgja.
Skráning skal senda til lyftingar@stjarnan.is með afrit á kraft@kraft.is fyrir miðnætti 11.febrúar.
Hér eru um meistaramót að ræða og gildir því reglan um að keppendur þurfa að hafa verið skráðir i amk þrjá mánuði fyrir mót.

Tags: