Skip to content

Byrjendamót og dómarapróf – Úrslit

  • by

Byrjendamót og dómarapróf Kraft voru haldin í gær í Reykjanesbæ í húsnæði Massa Njarðvík. Þetta mót er haldið árlega og er góður staður fyrir einstaklinga til að kynnast því hvernig er að keppa í kraftlyftingum.

Í karlaflokki var stigahæstur Björn Margeirsson frá Ármanni með 407 wilks stig en Björn keppir í -74kg flokki og var með 562,5kg í samanlögðu.

Í kvennaflokki var stigahæst María Petra Björnsdóttir frá Kraflyftingafélagi Ólafsfjarðar. Hún lauk mótinu með 302 wilks stig en María keppir í -63kg flokki og var með 275kg í samanlögðu.

Kraft óskar öllum keppendum til hamingju með árangur sinn. Margir að stíga sín fyrstu skref og sjáum við þau vonandi á fleiri mótum í komandi framtíð.

Heildarúrslit mótsins

Einnig lauk Arthur Bogason dómaraprófi á mótinu. Kraft óskar honum til hamingju með prófið. Það er ómögulegt að halda mót án dómara og því alltaf ánægjulegt þegar það fjölgar í hópi þeirra.