Skip to content

Bikarmót KRAFT um helgina

  • by

bikarBikarmót Kraftlyftingasambands Íslands fer fram á Akureyri dagana 21 og 22 nóvember nk. í íþróttahúsi Glerárskóla
Samhliða bikarmótinu fer Akureyrarmótið í kraftlyftingum fram í 40.skipti. KFA er mótshaldari og hefst með þessu afmælismótaröð félagsins sem fagnar 40 ára afmæli á næsta ári.
Vegna fjölda keppenda hefur verið ákveðið að hefja mótið á föstudegi. Þá keppir eitt holl skipað 11 félögum úr KFA.

Föstudagur:
Holl 1
Vigtun kl. 15.00 – keppni hefst kl 17,00

Laugardagur:
Holl 2: konur 57 – 72
Holl 3: konur 84 – 84+ og karlar 66 + 74
Holl 4: karlar 83 – 105
Holl 5 karlar 120  og +120

Holl 2 og 3: vigtun kl. 08:00 – keppni hefst kl. 10.00
Holl 4 og 5: vigtun kl. 13;00 – keppni hefst kl. 15.00.

Á þessu mót verður verðlaunað fyrir árangur í þyngdarflokkum og  krýndir bikarmeistarar KRAFT í karla og kvennaflokki. Stigahæsta liðið fær verðlaun og úrslit í liðakeppninni 2014 verða ljós.
Heimamenn og -konur keppa jafnframt um titilinn Akureyrarmeistari.

Að loknu móti er haldin afmælisveisla KFA og lokahóf og uppskeruhátíð KRAFT að Sunnuhlíð 12.Eitthvað sem enginn vill missa af.