Skip to content

Formannafundur

  • by

Stjórn KRAFT hefur boðað til fundar með formönnum aðildarfélaga eða staðgenglum þeirra föstudaginn 21.nóvember nk í húsnæði íþróttabandalags Akureyrar að Glerárgötu 26.Fyrirhugað er að hefja fundinn með kvöldverði kl. 20:00 með þeim fyrirvara þó að mótshaldi Bikarmótsins þennan dag verði lokið þannig að allir geti verið með á fundinum. Nauðsynlegt er að öll félög eigi fulltrúa á fundinum.

Dagskrá:

1. Inngangur formanns Sigurjón Péturssonar
2. Kynning á fyrirmyndarfélögum og þjálfaramenntun ÍSÍ – Viðar Sigurjónsson
skrifstofustjóri Íþrótta og Ólympíusambands Íslands
3. Fræðslustarf og námskeið KRAFT – Nýliðakynning – Gry Ek Gunnarsson
4. Endurskoðun laga og reglna KRAFT – Ása Ólafsdóttir
4. Kynning á viðmiðum fyrir klassískar kraftlyftingar – Kári Rafn Karlsson og Sturla
Ólafsson
5. Afreksstefna – staðfesting – Sigurjón Pétursson
6. Önnur mál