Um helgina fór fram Norðurlandamót í ólympískum lyftingum á Akureyri í umsjón KFA og tókst mótið mjög vel. Lesa má fréttir af mótinu á heimasíðu KFA og Lyftingasambandsins.
Innan KFA er lagt stund bæði á kraftlyftingar og lyftingar og hjálpast menn að þegar á þarf að halda, eins og í þessu tilfelli, en mikil sjálfboðavinna er að baki slíku stórmóti.
Við óskum KFA til hamingju með flott mót sem eflaust skilur eftir sér mikla reynslu og mikinn hvatning hjá öllum sem tóku þátt.
Óskum um leið íslenskum keppendum til hamingju með verðlaun og ný met.