Skip to content

Lokahóf á Ísafirði

  • by

Skráningarfrestur á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu á Ísafirði 14.september nk.rennur út á laugardag.
Haldið verður lokahóf eftir mótið þar sem afhending stigaverðlauna fer fram.
Endanlegt verð fyrir veitingar liggur ekki fyrir en fer m.a. eftir fjölda gesta. Þess vegna eru félög beðin að tiltaka fjölda miða á hófið um leið og skráning er send.

Nánari upplýsingar um ísfirsku veisluna koma þegar nær dregur.