Skip to content

Sæmundur hefur lokið keppni

  • by

Sæmundur Guðmundsson, Breiðablik, lauk í dag keppni á EM öldunga í Tékklandi.

Sæmundur lyfti í -66,0 kg flokki karla M3.

Honum gékk því miður ekki sem skyldi á mótinu og fékk eingöngu tvær gildar lyftur í gegn. Í beygju reyndi hann þrisvar við 150,0 kg en fékk ógilt í öll skipti vegna tæknimistaka. Á bekknum lyfti hann 90,0 kg í fyrstu tilraun örugglega en mistókst svo tvisvar með 100 kg. Í réttstöðu opnaði hann í  170,0 kg en mistókst tvisvar með 182,5 kg.
Sæmundur  fékk þess vegna engan samanlagðan árangur á sínu fyrsta alþjóðamóti.

Það eru vonbrigði fyrir Sæmund að ná ekki að klára mótið eins og til stóð, en við getum óskað honum til hamingju með tvenn bronsverðlaun, í bekkpressu og réttstöðulyftu.

Það er gaman að stíga á verðlaunapall með íslenska fánann á bringunni. Vonandi verður sú reynslu bæði huggun og hvatning fyrir hann í framhaldinu.

Tags:

Leave a Reply