María Guðsteinsdóttir, Ármanni, hefur lokið keppni á EM í Úkraínu. Hún vigtaðist 62,8 kg í -63,0 kg flokki.
María tók seríuna 162,0 – 100 – 177,5 = 440 kg. Réttstöðulyftan og samanlagur árangur eru ný Íslandsmet og þetta er besti árangur Maríu á stigum í langan tíma. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og nýju metin.
Í réttstöðu lenti María í 4.sæti. Í þriðju tilraun hækkaði hún sig úr 182,5 í 185,0 í tilraun til að komast á verðlaunapallinn. Það mistókst í dag, en það er gaman að sjá að verðlaunasæti í þessari grein er innan seilingar fyrir Maríu.
Eftir harða baráttu við Orsini frá Ítalíu sigraði Dubenskaya frá Rússlandi í flokknum. Hún lyfti 542,5 kg.