Skip to content

María keppir á morgun, miðvikudag

  • by

Evrópumótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Mariupol í Úkraínu.
María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir nú á sínu þriðja Evrópumóti, en í fyrra náði hún 6.sæti í sínum flokki.

María keppir í -63,0 flokki og mætir þar 9 sterkum konum, m.a. hinni ungu Tutta Kristine Hansen sem lyfti á RIG í janúar.
María stefnir sem ætíð á bætingar, sérstaklega væntum við að sjá hana bæta sig réttstöðulyftu.

Keppni í flokknum hefst kl. 14.30 að staðartíma. Bein vefútsending og allar upplýsingar má finna hér:
http://goodlift.info/live.php

Tags:

Leave a Reply