Skip to content

Flosi heimsmeistari á HM öldunga.

Fyrstir íslensku keppendanna til að stíga á pall á HM öldunga í kraftlyftingum með búnaði voru þeir Sæmundur Guðmundsson og Flosi Jónsson.

Flosi keppti í -105 kg í flokki öldunga 70-79 ára og lyfti 155 kg í hnébeygju,125 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu. Hlaut Flosi gullverðlaun í öllum greinum og átti jafnframt tilraun við heimsmet í bekkpressu þegar hann reyndi við 167.5 kg í sinni þriðju tilraun. Þyngdin fór ekki upp hjá honum í dag en metið er verðugt verkefni fyrir hann til að glíma við síðar. Samanlagt lyfti hann 460 kg og hlaut gullverðlaun fyrir heildarárangur.

Sæmundur Guðmundsson sem keppti í -74 kg flokki átti í erfiðleikum í hnébeygjunni og náði engri gildri lyftu í greininni. Hann bætti sér það þó upp með því að vinna til gullverðlauna í bekkpressu þar sem hann lyfti 120 kg og bætti um leið Íslandsmetið (single lift) um 15 kg. Í réttstöðulyftu náði hann svo að krækja sér í silfurverðlaun með 190 kg lyftu.

Til hamingju með titilinn, öll verðlaun og met!