Evrópumeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 5.–13. október og að þessu sinni er mótið haldið í Pilsen, Tékklandi. Fyrir hönd Íslands munu sjö keppendur stíga á keppnispall, öll í unglingaflokki (19-23 ára). Keppendur eru eftirtaldir:
Daniel Riley -74 kg flokki. Keppni hefst miðvikud. 9. okt. kl. 9:00
Arnar Gaui Björnsson -83 kg flokki. Keppni hefst fimmtud. 10. okt. kl. 13:00
Signý Lára Kristinsdóttir -69 kg flokki. Keppni hefst laugard. 12. okt. kl. 8:00
Hinrik Veigar Hinriksson -105 kg flokki. Keppni hefst laugard. 12. okt. kl. 8:00
Kolbrún Katla Jónsdóttir +84 kg flokki. Keppni hefst sunnud. 13. okt. kl. 8:00
Sebastian Dreyer -120 kg flokki. Keppni hefst sunnud. 13. okt. kl. 11:30
Róbert Guðbrandsson -120 kg flokki. Keppni hefst sunnud. 13. okt. kl. 11:30
Beint streymi er frá mótinu SJÁ HÉR