Skip to content

Tímaáætlun  –  Íslandsmótin í réttstöðulyftu.

Tímaplan er tilbúið fyrir Íslandsmótið í réttstöðulyftu með búnaði og Íslandsmótið í klassískri réttstöðulyftu. Mótin eru í umsjón Kraftlyftingadeildar KA og fara fram laugardaginn 22. júní í KA heimilinu við Dalsbraut, Akureyri.

Tímaplan – Keppendum er skipt í 4 holl:

Vigtun kl. 9:00 – Keppni hefst kl. 11:00
Holl 1: Klassísk réttstaða – allar konur (14 keppendur).
Holl 2: Klassísk réttstaða – Karlar í opnum flokki, junior og subjunior (15 keppendur).

Vigtun kl. 10:45 – Keppni hefst kl. 12:45
Holl 3: Réttstaða í búnaði – allir keppendur, konur og karlar (9 keppendur).
Holl 4: Klassísk réttstaða – Allir karlar í master flokkum (7 keppendur).